SKÁLDSAGA Á ensku

The Strange Countess

The Strange Countess er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn, blaðamanninn og handritshöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út á bók árið 1925.

Árið 1932 birtist eftirfarandi tilvitnun í Edgar Wallace í áströlsku dagblaði: ,,Útgáfufyrirtæki hafði samband við mig einn fimmtudag og óskaði eftir að fá frá mér skáldsögu, 70.000 orð að lengd, á hádegi mánudaginn þar á eftir. Ég vann átján klukkustundir á dag, þuldi upp fyrir ritara sem vélrituðu söguna, og konan mín leiðrétti. Ég afhenti bókina, The Strange Countess, á mánudeginum. Ef einhvern langar til að gefa mér gjöf má sá hinn sami senda mér eintak af bókinni. Ég myndi gjarnan vilja lesa hana.''


HÖFUNDUR:
Edgar Wallace
ÚTGEFIÐ:
2019
BLAÐSÍÐUR:
bls. 228

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :