Georgiy Apollonovich Gapon (1870–1906) var rússneskur rétttrúnaðarprestur og vinsæll verkamannaleiðtogi fyrir rússnesku byltinguna.
Á þessum árum var mikil ólga í rússnesku þjóðfélagi og margir vildu koma á breytingum. Keisarinn og lið hans óttuðust þessi byltingaröfl og reyndu að stemma stigu við þeim með öllum ráðum. Því var það að umbótastarf Gapons vakti athygli bæði þeirra sem vildu bylta samfélaginu og keisarans. Vildu báðir flokkar fá Gapon til að vinna fyrir og þá einkum að veita þeim upplýsingar. Var það úr að hann gerði það og reyndi að fara bil beggja.
Ef marka má ævisögu hans sem hann skrifaði árið 1905 var Gapon einlægur í sinni afstöðu og vildi einungis gera það sem helst myndi koma fólkinu til góða, en það voru ekki allir jafnsannfærðir um það.
-
- HÖFUNDUR:
- Georgiy Apollonovich Gapon
- ÚTGEFIÐ:
- 2019
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 50