Henry James
Bandaríski rithöfundurinn Henry James er af mörgum talinn einna fremstur meðal skáldsagnahöfunda sem skrifuðu á ensku. Verk hans brúa bilið á milli raunsæis og módernisma. Meðal þekktustu verka hans eru skáldsögurnar The Portrait of a Lady, The Ambassadors og The Wings of the Dove. Auk fjölda skáldsagna og smásagna skrifaði hann bókmenntagagnrýni, leikrit, ferðasögur, sjálfsævisögur o.fl. Hann var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Nóbels árin 1911, 1912 og 1916.