Íslendingasögur

Bandamanna saga

Bandamanna saga er eina Íslendingasagan sem gerist að öllu leyti eftir söguöld, nánar tiltekið eftir 1050. Hún gerist að mestu í Miðfirði og á Þingvöllum. Er þetta læsileg saga og oft gamansöm. Þar kemur fram töluverð gagnrýni á höfðingjastéttina. Náin tengsl virðast vera milli Bandamanna sögu og Ölkofra þáttar.

Sagan segir frá feðgunum Ófeigi Skíðasyni á Reykjum í Miðfirði og Oddi syni hans. Þeir eiga ekki skap saman og fer Oddur ungur að heiman og gerist sjómaður. Hann auðgast á verslun og eftir nokkur ár er hann orðinn vel efnaður og kaupir jörðina Mel í Miðfirði, sem er beint á móti Reykjum, kaupir goðorð og gerist sveitarhöfðingi. Þá gerast nokkrir höfðingjar bandamenn og hefja átök gegn Oddi og rekur sagan þau átök. Svo er að sjá hvernig Ófeigur faðir Odds bregst við þessu öllu saman.

Björn M. Ólsen taldi Bandamanna sögu með hinum merkustu Íslendinga sögum og sagði hana sannkallaðan gimstein í sögum vorum.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 70

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :