ÍSLENDINGASÖGUR

Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Mun hún skráð snemma á 13. öld og er höfundur hennar ókunnur. Í flestum megindráttum mun Eiríks saga vera skáldskapur en byggir þó á sönnum atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum. Þó svo að nafn sögunnar gefi til kynna að hún fjalli í megindráttum um Eirík Þorvaldsson hinn rauða, er því öðruvísi farið í sjálfri sögunni. Honum eru eiginlega ekki gerð mikil og góð skil nema í tveimur köflum. Ef miða ætti við rými og hlutdeild persónanna í sögunni mætti frekar segja að aðalpersóna sögunnar sé Guðríður Þorbjarnardóttir Vífilssonar, þess sem kom með Auði djúpúðgu til Íslands.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 53

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...