Íslendingasögur

Laxdæla saga

Laxdæla saga er ein af ,,stóru" Íslendingasögunum og má setja hana í flokk með sögum eins og Egils sögu, Njáls sögu, Grettis sögu og Gísla sögu Súrssonar, enda hefur hún allt sem góða sögu skal prýða, svo sem ástir, stór örlög og yfirnáttúrulega atburði í litríkum búningi.
Er hér á ferðinni ættarsaga sem hefst í Noregi og endar úti á Íslandi með viðkomu í Skotlandi, Noregi, Orkneyjum, Suðureyjum og víðar. Að stærstum hluta gerist hún þó á Íslandi í sveitunum við Breiðafjörð. Sagan segir frá ætt norska héraðshöfðingjans Ketils flatnefs, sem ásamt fjölskyldu sinni hrekst burt úr heimalandi sínu undan ofríki Haralds hárfagra og eftir nokkra hrakninga enda öll börn hans á Íslandi og nema þar land. Tíminn sem sagan spannar er frá ca. 850–1100. Meginefni sögunnar munu þó flestir vera sammála um að sé harmsaga þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur og Kjartans Ólafssonar. ,,Þar er vináttu og hatri, ástum og afbrýði lýst af svo listrænum skilningi og skáldlegum næmleik, að þessi meginkafli Laxdæla sögu verður hugstæðasti harmleikurinn í gullaldarbókmenntum okkar."


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 309

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :