Íslendingasögur

Vatnsdæla saga

Vatntsdæla saga er ein af yngri Íslendingasögunum. Hún býr yfir miklum töfrum og hefur að geyma ótalmargt sem einkennir góða sögu.

Þetta er sagan um fjölskyldu Ingimundar gamla; greint er frá fjórum ættliðum sem tengjast Hofi í Vatndsdal og sagt frá fólki á bæjum þar í dalnum og nálægum byggðum.

En fyrst er getið um ættmenn Ingimundar í Noregi og á Gautlandi. Þetta var göfugt fólk; móðir Ingimundar var jarlsdóttir af Gautlandi.

Ingimundur nemur land í Vatnsdal, reisir þar hof og sest að á Hofi. Sagan er um það hvernig Ingimundur og afkomendur hans halda völdum og styrkja sig í sessi, og sjá til þess að fólkið í byggðinni fái að lifa í friði fyrir galdramönnum og þrjótum, þetta er ættarsaga fjögurra ættliða í nýju landi; hún hefst í heiðni og endar í kristni. Það myndast spenna milli Hofverja sjálfra en þeir bera gæfu til að leysa úr henni enda var það þeim sjálfum og byggðinni fyrir bestu; og inn í þetta fléttast ástir, afbrýðisemi og leynifundir.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 136

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :