Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1850 og telst vera fyrsta íslenska skáldsagan sem gefin var út á Íslandi. Setti sagan tóninn fyrir þá höfunda sem á eftir komu.  Sagan hefur löngum verið talin falla undir mælistiku raunsæis, enda lýsir hún íslenskum samtíma nokkuð vel og trúverðuglega, en ef litið er á byggingu sögunnar, persónusköpun og fléttu verður annað upp á teningnum. En hvað sem öllum flokkunum líður er sagan mikilvæg í sögulegu tilliti og þá er ekki verra að hún líka bráðskemmtileg aflestrar. 
      
      - 
            
            
 - HÖFUNDUR:
 - Jón Thoroddsen
 - ÚTGEFIÐ:
 - 2011
 - BLAÐSÍÐUR:
 - bls. 252
 




 FLETTIBÓK
 ePUB: Niðurhal
 iPad /iPod / iPhone