Sögur Jónasar eru skrifaðar í raunsæisstíl, og hann gerir lítið í því að skreyta orðfærið með hástemmdum lýsingum. Hefur hann enda stundum verið gagnrýndur fyrir að sagnfræðin beri skáldskapinn ofurliði í sögum hans, og má það kannski til sanns vegar færa ef litið er til fyrstu skáldsagna hans, en með sögunni um Jón halta, sem birtist fyrst í Nýjum kvöldvökum árið 1913, kveður við svolítið nýjan tón. Þar fer saman næmur skilningur á efninu og skemmtileg frásagnargleði.
Í Íslenskri bókmenntasögu frá 1996 segir Matthías Viðar Sæmundsson um söguna: ,,Í Jóni halta er hefð raunsæisskáldsögunnar fylgt í hvívetna, nema hvað niðurlagið er af öðrum toga því þar er trúarlegu ljósi brugðið á verkið allt í anda spíritisma."
-
- HÖFUNDUR:
- Jónas Jónasson
frá Hrafnagili - ÚTGEFIÐ:
- 2011
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 214
AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA
:
- ...