Bókin Bréf til tveggja vina inniheldur eins og nafnið gefur til kynna sendibréf sem Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) skrifaði vinum sínum. Bréfin er stíluð af stakri snilld í gamansömum tón, rétt eins og mörg ljóða Magnúsar, en undir niðri býr gráglettin alvaran. Í bréfunum tæpir Magnús á ýmsum þeim málum sem eru mönnum ofarlega í huga þá stundina og eiga mörg þeirra vel við enn í dag. Það er ekki á allra færi að lesa sinn samtíma og sýna hann í öðru ljósi. Þá list kunni Magnús öðrum fremur. Við skynjum í gegnum bréfin flókinn persónuleika en þó heilsteyptan og umfram allt góðan dreng. Bréfin undir sama titli komu áður út árið 1972 hjá Máli og menningu.
- 
            
            
 - HÖFUNDUR:
 - Magnús Stefánsson 
(Örn Arnarson) - ÚTGEFIÐ:
 - 2016
 - BLAÐSÍÐUR:
 - bls. 134
 



 FLETTIBÓK
 ePUB: Niðurhal
 iPad /iPod / iPhone