Ertu í vandræðum með að komast inn?


 

Hvað fæ ég á Lestu.is?

KindleVið höfum haft vefinn opinn í 6 vikur en nú er komið að því að Lestu.is fullorðnist og gerist áskriftarvefur. Með því að gerast meðlimur færð þú aðgang að öllu efninu sem er að finna á Lestu.is og við bætum minnst einni bók vikulega við í bókaskápinn Lestu.is. Núna er að finna 30 titla á Lestu.is og verða þeir orðnir um 100 í árslok samkvæmt núverandi birtingaráætlun.

Það sem kannski færri vita er að meðlimir Lestu.is fá einnig aðgang að umfjöllun um höfunda, bókmenntatímariti Lestu.is, leshringjum skipulögðum af Lestu.is og örnámskeiðum um valdar bækur og höfunda.

Umfjöllun um bókmenntir

Lestu.is er ekki einungis rafbókasíða heldur einnig bókmenntavefur. Á vefnum er að finna umfjöllun um alla höfundana og hvert verk fyrir sig.

Í mars kemur svo út fyrsta tölublaðið af bókmenntatímariti Lestu.is sem verður gefið út á tveggja mánaða fresti. Efnistök tímaritsins verða bæði tengd efni á Lestu.is en einnig sótt víðar að. Í fyrsta tölublaðinu verður t.d. fjallað um hið nýbakaða Nóbelskáld Mario Vargas Llosa, og Einar Kvaran. Einnig bjóðum við upp á smásögur og krossgátur.

Fjölbreytt úrval bóka

Á Lestu.is er að finna skáldsögur, smásögur, barnasögur, ljóð, greinar og margt fleira. Við settum barnasögurnar Björninn sem aldrei varð reiður og Gullbrá og birnirnir þrír inn á Lestu.is í febrúar og óhætt er að segja að þær hafi vakið mikla lukku, enda Kindle, iPad og viðlíka græjur vel til þess fallnar að stórauka lestraráhuga barnanna. Við ætlum að bæta mörgum barnasögum í bókaskápinn Lestu.is á næstu vikum.

Við viljum einnig minna á þjónustuna Prentað eftir pöntun. Við erum að vinna í að setja upp vefverslun en þið getið einfaldlega sent okkur tölvupóst ef þið hafið áhuga á að eignast einhverjar af bókunum á Lestu.is sem fallegar kiljur.

Leshringir og örnámskeið

Til að hjálpa ykkur að kynnast og tileinka ykkur höfunda og bækur sem þið þekkið ekki, munum við svo í náinni framtíð skipuleggja leshringi um einstakar bækur og stutt námskeið um valdar bækur eða höfunda. 

Fáum við til liðs við okkur höfunda og bókmenntaáhugafólk til að fjalla um viðfangsefnið hverju sinni. Við munum birta myndbandsviðtöl við þessa einstaklinga til að dýpka umfjöllunina. Í leshringjunum fá meðlimir svo aðgang að lokuðu vefsvæði þar sem hægt er að ræða umfjöllunarefnið hverju sinni sín á milli.

Lestu.is - hvað fæ ég sem meðlimur?

Meðlimir Lestu.is fá:

  • Ótakmarkaðan aðgang að Lestu.is og geta sótt allar bækurnar
  • Minnst eina nýja bók í hverri viku
  • Vandaða umfjöllun um alla höfunda og hvern bókartitil
  • Bókmenntatímarit Lestu.is - stútfullt af fróðleik og afþreyingu
  • Geta tekið þátt í leshringjum á vegum Lestu.is
  • Örnámskeið um valdar bækur og höfunda

Smelltu hér til þess að gerast meðlimur!