Ljóð

Söngvar förumannsins

Söngvar förumannsins var fyrsta ljóðabók Stefáns frá Hvítadal. Kom hún út árið 1918. Stefán var orðinn rösklega þrítugur þegar bókin kom út en bókin þótti óvenju heilsteypt miðað við að hér var um fyrstu bók höfundar að ræða. Stíllinn var nokkuð perónulegur og ólíkur þeim sem fólk átti að venjast hér heima. Hafði Stefán kynnst þessum stíl í Noregi þar sem hann dvaldist um tíma. Bókin er á margan hátt byggð upp eins og þroskasaga og varð strax gríðarlega vinsæl. Ungt fólk hreifst mjög af hinum létta stíl og ljúfsáru yrkisefnum. Og ekki spillti það fyrir að höfundurinn var sjálfur hálfgildings förumaður, nýkominn heim eftir alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsulaus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðinglegur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skáldakynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumórakenndri hrifningu. Og næsta áratuginn kom út fjöldi bóka sem báru með sér svipuð einkenni og Söngvar förumannsins.

HÖFUNDUR:
Stefán frá Hvítadal
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 74

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :