SKÁLDSAGA Á ensku

Riders of the Purple Sage

Skáldsagan Riders of the Purple Sage er vestri, eða kúrekasaga, eftir Zane Grey. Sagan kom fyrst út árið 1912 og gegndi lykilhlutverki í því að móta þá bókmenntagrein sem vestrinn er. Hún er enn í dag ein vinsælasta skáldsaga sinnar tegundar.

Sagan gerist í Utah-fylki í Bandaríkjunum árið 1871. Hér segir frá Jane Withersteen og baráttu hennar við að losna undan ofsóknum af hendi meðlima mormónasafnaðarins sem hún tilheyrir, eftir að hún neitar að giftast einum af leiðtogum safnaðarins, Tull að nafni. Vinátta Jane við kúrekann Bern Venters fer einnig fyrir brjóstið á söfnuðinum, og spennan magnast enn frekar þegar hinn dularfulli Lassiter mætir á svæðið með hefnd í huga.

 


HÖFUNDUR:
Zane Grey
ÚTGEFIÐ:
2020
BLAÐSÍÐUR:
bls. 300

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :